Į hvaša leiš er mannkyniš?

UPP į sķškastiš hafa sķendurteknar fréttir af żmsum misgjöršum manna fengiš mig til aš hugsa: Hvaš er eiginlega aš gerast ķ henni veröld? Er ekkert heilagt, er hvergi skjól, er enginn óhultur lengur? Žaš žarf ekki aš lżsa žeim višbjóši sem hin svokallaša barnagirnd vekur hjį manni, eša sorginni sem gagntekur mig žegar ég frétti af žvķ sķ og ę hvernig menn misnota traustiš frį misveikum skjólstęšingum sķnum. Žessir menn eru veikir į sįl og sinni og žeim žarf aš hjįlpa og tryggja žaš aš žeir lįti af žessari višbjóšslegu hegšun. Annaš er ekki įsęttanlegt. Viš sem manneskjur eigum aš vera til stašar fyrir žį sem minna mega sķn og hjįlpa žeim sem į žurfa aš halda. En nei, žegar öllu er į botninn hvolft er okkur ķ raun alveg skķtsama um nįungann. "Hvaš ętti ég svo sem aš gera ķ žessu?" er gjarnan viškvęšiš hjį flestum, og svo er skipt yfir į ašra sjónvarpsstöš. Žegar žetta višhorf ręšur rķkjum, og žaš gerir žaš žvķ mišur, er ekki aš undra aš okkur takist ekki aš bśa börnunum okkar sęmilega öruggt skjól. Žaš er nefnilega į įbyrgš okkar, hvers og eins, aš leggja okkar lóš į vogarskįlarnar til aš byggja betri heim.

Ég er ekki mjög trśašur mašur, og hef ķ raun andstyggš į öllum trśarbrögšum, žvķ žeirra vegna hafa menn drepiš hver annan öldum saman og sér ekki enn fyrir endann į žvķ, a.m.k. ekki į mešan hryšjuverkamenn eins og George W. Bush rįša rķkjum ķ hinum vestręna heimi. Jólin eru fyrst og fremst oršin kaupmannshįtķš og ég yrši ekki hissa žótt blessašur Bónusgrķsinn fęri aš birtast efst į jólatrjįm ķ framtķšinni. Kęrleikur manna ķ millum er oršiš tómt, og öllum finnst sjįlfsagt og ešlilegt aš troša į nįunganum til žess aš koma sķnu fram. "Meira" veršur lķklega fyrsta oršiš sem börnin lęra eftir nokkra įratugi, ef okkur hefur žį ekki tekist aš śtrżma okkur sjįlfum, žvķ ef fer sem horfir žį veršur žaš endirinn. Viš erum langt komin meš aš eyša okkar eigin nįttśru, fórna henni į altari Mammons, og višhorfiš er lķklega: "Ég verš hvort eš er daušur žegar žetta fer til fjandans".

Stoppum ašeins, stöldrum viš og hugleišum ašeins: Er žetta veröldin sem ég ętla aš skila til barnanna minna, og barnanna žeirra? Barnaperrar, trśarofstęki, taumlaus gręšgi, valdhroki, viršingarleysi og stęrsta syndin, sinnuleysi. Žvķ į mešan viš žykjumst sjįlf ekkert žurfa aš gera, žį erum viš aš samžykkja sjįlfseyšingu heimsins sem viš fengum aš lįni.

Freddy heitinn Mercury įtti texta ķ einu besta lagi sķšari įra, "Is this the world we created", og best aš hann fįi aš setja punktinn.

"If there“s a god in the sky, looking down, what will he think of, what we“ve done, to the world that he created!

SIGURJÓN SKĘRINGS,

markašs- og tónlistarmašur.

Frį Sigurjóni Skęrings:


Bęta viš athugasemd

Naušsynlegt er aš skrį sig inn til aš setja inn athugasemd.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband